Þessi bóhem draumur var engu líkur! Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og var þar aðeins skreytt með þurrkuðum blómum og lýsingin var guðdómleg. Brúðurinn kom inn í fallegum "mermaid" brúðarkjól, þurrkaðari blómaspöng sem minnti mann á ekkert minna en kórónu og maðurinn sem var við það að segja já við hamingjusöm til æviloka stóð á hinum endanum með tár í augunum í fallega kremuðum jakkafötum. Slörið hennar var langt í stíl við kirkjugólfið og skartið dróg ekkert frá glæsileika í fegurð hennar.
Er þau komu í veisluna með þemalagi og fagnaðarlátum tók á móti þeim salur skreittur með fallegum skiltum, dúkar með fallegri áferð og lengjur af þurrkuðum blómum með stór skilti og númer við hvert borð. Það sem stóð þó mest uppúr var neon skiltið sem bar nöfn þeirra sem var ekki hægt að missa af því það var klárlega miðpunktur salsins. Hengdur upp á 2 metra hátt boga skilti með þurrkuðum blómum og í tón í stíl við rest. Það var hásætið þeirra og þau áttu það svo sannarlega skilið því þau voru eins eins og þau væru konunsborinn á þessum ógleymanlega degi í júní.
Ljósmyndari: Iceland Elopement Photographer
Blómaskreytingar: Listræn Ráðgjöf og Luna studio
Brúðkaupsstílisti: Og Smáatriðin
Matseðlar og skilti: Andartakið
Make up: Heiður
Kjóll: Grace loves lace
Skart: mjöll
Hair: Dúna at Lína Lokkafína
Hárskraut: f.o.l.k.y.d.o.k.e.y
Bar skilti og Photobooth: Rent a party
Kirkja: Hallgrímskirkja
Salur: Frímúrarahúsið í Hafnarfirði
Comments