top of page

BRÚÐKAUPSMYNDATAKA VIÐ HÖFNINA Í HAFNARFIRÐI


Elskar þú hafið og allan þá dulúð sem það geymir? Var faðir þinn, bróðir eða kærasti sjómaður og er það stór partur af fjölskyldu þinni? Eða elskar þú báta og skip? Ég held að flestir á Íslandi geta sagt já við allavegana eina af þessum spurningum. Afhverju ekki að flétta þessari ást inn í brúðkaupsdaginn ykkar? Það getur verið ótrúlega fallegt að blanda saman fíngerðum línum eins og silki eða tjull með grófum tónum eins og við eða reipum, eins og þú getur séð hér.


Þú getur haft bláan sem lit sem er áberandi á deginum þínum, reipi á borðunum og rekavið með fallegum kertum. Ef þig vantar meira inspó kíktu líka yfir á Pinterestið okkar! Þú getur líka ýtt á myndina til að stækka og skoða þær betur.



Ég vona að þessi myndataka gefi þér innblástur og kjark til að gera eitthvað annað en það sem þú hefur séð áður. Eitthvað sem hefur merkingu fyrir þér, sem þú elskar og mun færa þér hamingju.


Stílisti @ogsmaatridin

Kjóll og MUA @loford_verslun

Silkiborðar @silkdreamsboutique

Bréfsefni @andartakid

Comments


bottom of page