top of page

Kexhostel - Salasviðsljósið



Spennandi salur í gömlu kexverksmiðju Frón við Skúlagötu. Salurinn er grófur í verksmiðju stíl, hátt til lofts og vítt til veggja. Einstaklega flottur bar, fatahengi og góð klósettaðstaða. Hann rúmar um 200 manns í standandi veislu en væri líka geggjaður í sitjandi veilsu með 3 mjög löngum langborðum til dæmis. Frábær salur með industrial og vintage feel, og nýlega málaður í frekar dökka tóma en með góðri lýsingu á einni hlið. Ef þú elskar jarðliti og grænan þá er þetta klárlega salurinn. Þeir eru einnig með lítið svæði sem tengist þessum sal sem væri geggjað að vera með DJ og eftirpartý í án þess að þurfa að taka borðin í megin salnum. Þeir leigja allan boðbúnað í þennan sal en þeir eru með fullt af fallegum húsgögnum sem hægt væri að nota undir gestabókaborð og gjafaborð. Ég ímynda mér fullt af blómum í littlu skúffunum á barnum og fullt af dóskókúlum en auðvitað hægt að gera svo mikið við þennan sal og örugglega mjög fallegur að kvöldi til með fullt af kertum.


Á efri hæðinni er KEX hostel og veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum sem sjá um veitingar eftir óskum en það er hægt að sleppa mat og koma með sinn eigin en áfengi verður að fara í gegnum þá. Staðsetningin er frábær - í miðbæ Reykjavíkur og aðgengið í salinn er gott, beinnt inn af Skúlagötu þar sem eru næg bílastæði á kvöldin.



Комментарии


bottom of page