top of page

Hvernig á maður að bóka blómaskreytir?



Maður skipuleggur brúðkaup oftast bara einu sinni svo það er alveg skiljanlegt að maður viti ekkert hvernig eða hvenær maður ætti að bóka blómaskreytir eða hvað það kostar. Ég vildi fara með þér yfir nokkra hluti sem fólk spyr um almennt og ferlið á bakvið það hvernig maður bókar blómaskreytir.


Það er gott að vera með einhverja hugmynd um hverskonar þema þið eruð að spá í að vera með eða janvel vera búin að ákveða svona nokkurnvegin hvað sýn ykkar er. Jafnvel vera búin að setja saman moodboard og spá í litum. Ekki nema þið viljið að dagurinn sé soldið stjórnaður af ákveðnum blómum og eftir því hvenær þau eru in season. Því ekki öll blóm eru til á öllum tíma ársins og það er alveg gott að tékka á blómaskreyti með þetta jafnvel áður en þið festið daginn ef það er sérstakt blóm sem þið vorum að dreyma um að hafa á deginum ykkar.



Svo hafið þið bara samband við blómaskreytirinn og segið þeim hvað það er sem þið eruð að spá, það er best að reyna að hitta á þau til að útsýra með orðum hvað það er sem þið eruð að hugsa og geta sýnt þeim hugmyndir ykkar. Ef þetta er stórt verkefni er líka gott að fá þá til að koma með ykkur að skoða salinn til að átta sig á rýminu og gefa ykkur hugmyndir. Því meira sem hann veit því betra verðtilboð getur hann gefið ykkur.


Þegar þið eruð búin að fara yfir allt með þeim þá sendir hann ykkur verðtilboð en ekki hafa áhyggjur það er aldrei fast og það er alltaf hægt að minnka eða breyta hugmyndinni til að passa inn í verðramma sem hentar ykkur. Það er þó gott að muna að minna verð þýðir líka minna af blómum og að það mun vera skorið á einhverju, hvort sem það er að sleppa ákveðnari skreytingu, minnka magn af blómum sem eru pöntuð eða jafnvel panta ódýrarir blóm. Það er líka alltaf hægt að spyrja hvaða blóma þau mæla með sem gætu verið ódýri og kanski komið í staðin fyrir þau sem ykkur langaði í upprunalega.


Þegar þið eruð tilbúin að taka tilboðinu þá borgið þið oftast staðfestingargjald og þá er dagurinn ykkar bókaður. Svo þarf blóma skreytirinn að panta inn blómin um viku fyrir og þegar þau koma,þurfa þau að preppa þau, finna fallegu blómin og nostra við þau svo þau verði fullkominn á deginum ykkar.



Það er svo breytilegt en í flestum tilvikum kemur svo blóma skreytirinn á deginum ykkar til að skreyta og hann þarf alltaf að gera barmblóm, blómavöndinn og flesta hluti sem eru ekki að fara að vera í vatni stuttu fyrir afhentingu. Þegar allt er komið upp og þið búin að fá blómin í hendurnar þá fer hann oftast heim ef það er hægt en þarf svo að koma næsta dag eða um kvöldið að taka niður allt sem eru ekki blóm eins og standar og annað smádót.


Þetta er mikil vinna og það er gott að muna að ekki öll vinnan er endilega sýnileg, það er mikið sem fer á bakvið tjöldin og svo er ekki nemi 50% af verðinu sem mun fara beint í vasa viðkomandi. Ef þú ert að spá í að vera með lítið af blómum þá er samt mikil vinna að baki og verð geta verið í kringum 300.000 alveg upp í margar milljónir. Blómavöndur er oft um 25 - 30.000kr og barmblóm um 3500kr. Þetta gefur ykkur einhverjar hugmyndir en þetta er alls ekki heilagt og um að gera að spyrja blómaskreytirinn um verð áður en þú tekur blóm alveg út úr myndinni.



Þið getið líka hlustað meira um þetta frá sjálfum blómaskreyti í hlaðvarpinu mínu Brúðkaups og Smáatriðin hér að neðan eða á Spotify.



Ljósmyndari: Bettina Vass

Blómskreytir: Luna Studio

Comments


bottom of page