Tölum um first look og hvað það er? Fyrst look felur í sér myndatöku á milli brúðhjónanna þar sem þau sjást í fyrsta skipti fyrir athöfnina. Fólk er með skiptar skoðanir á þessu og ég held að ástæðan fyrir því sé af því að hefðin að sjá hvort annað í fyrsta sinn í kirkjunni er einfaldlega búin að vera til svo lengi og fólk fer að rómantísera hana út frá myndum og því sem það sér í bandaríkjunum. En það er alltaf gott að minna sig á að við flest hér á íslandi erum ekki eins væmin eins og í bandaríkjunum, við förum ekki öll að gráta þegar við sjáum kjólinn eða blómavöndin okkar í fyrsta sinn og fyrsta lúkkið í kirkjuni er ekki að fara að vera öðruvísi, ef þú ert ekki manneskja sem grætur oft þá muntu líklegast ekki fara að gráta.
Það eru margar góðar ástæður til að gera first look og ég ætla að reyna að fara yfir hvernig first look gengur fyrir sig og afhverju þú ættir að íhuga að hafa það sem part af stóra deginum ykkar.
Hvernig er þetta sett upp?
Ljósmyndarin mun stíra þessu, þar sem hann fær brúðgumann til að standa á fallegum stað og snúa bak í brúðinna. Síðan kemur brúðurinn labbandi hægt, lagar sig til og potar í bak brúðgumanns. Hann snýr sér við og þar með sjá þau hvort annað í fyrsta sinn og geta tekið nána stund til að vera með persónueg viðbrögð frá augum annara og spjallað saman og kissts. Í framhaldi af þessu er svo oft tekin um klukkutími í myndatöku á fellum stöðum í náttúrunni eða hvar sem manni langar til. Þetta er auðvitað ekki heilagt og hægt að taka allskonar spinn á þessa uppsetningu.
Fyrir krakkana
Góð ástæða til að gera fist look sem ég hef heyrt marga segja er þegar þú ert með krakka þá er best að klára myndatökuna af fyrir athöfnina. Því er þú sleppir first look þá mun myndatakan færast þangað til eftir athöfnina og krakkarnir orðnir þreittir á að vera prúð, þá eru þeir alls ekki í stuði til að fara í myndatöku og brosa. Það er líka leiðinlegt að þurfa að missa af kokteila tímanum sem gestitirnir fá að njóta meðan þið eruð í myndatökunni sem tekur alveg klukkutíma. Mér finnst það vera mun skemmtilegra að geta bara farið beint eftir athöfnina að hafa gaman og njóta með sínu nánustu.
Helstu rök sem ég heyri fólk tala um á móti first look er að það taki frá augnablikinu í kirkjunni, en það gæti ekki verið fjærri sannleikanum. Ég hef ekki heyrt eða lesið neinn segja að það hafi tekið frá þeirri upplifun heldur hefur fólk tjáð hversu einstakt það var að fá tvö tækifæri og augnablik því þau eru bæði svo ólík og einstök á sinn eigin hátt. Að sjá hvort annað í einrúmi er mun nánara og allar tilfynningar geta flætt úr manni, meðan augnablikið í kirkjunni er öðruvísi því þar eru allir vinir og ættingjar manns að deila með manni augnablikinu og staðsetninginn mun meiningarmeiri. Það getur fengið suma til að gráta og aðra að draga sig í hlé því það er svo mikil pressa og mörg augu sem stara beint á mann að til að sjá hver viðbrögin verða. Alls ekki láta það stoppa ykkur frá því að minnka stressið á deginum ykkar og taka ykkur stund bara fyrir ykkur tvö.
Eftir First look getið þið líka tekið smá pásu áður en þið farið í athöfnin sem mér finnst annar kostur. Þá er maður ekki alveg á 100 allan daginn og getur tekið sér nokkur góð augnablik bara til að setjast niður og anda inn á milli dagskráarinnar. Mest öll dagskráinn er eftir athöfnina og í veisluni svo það er gott að nýta tímann áður til að taka myndir og þá jafnvel eyða meiri tíma í það og minna af stressi.
First look gerir ljósmydaranum kleift að taka langflestar myndirnar þínar áður en gestirnir mæta og meðan þið eruð hress og hárið ekki farið út um allt eftir öll knúsin í athöfninni. Ég er mjög hrifin af þessari hefð og gerði þetta sjálf og ég elska myndirnar af okkur áður en við urðum fomlega hjóna og það er líka ekkert að stoppa ykkur frá því að taka myndir fyrir og eftir athöfnina, en það sem þetta gerir líka er að gera betra flæði á deginu. Því þá getið þið farið beint úr athöfninni og notið forréttana með gestunum án þess að láta þau bíða eftir ykkur. Ekki láta hefðir og skoðanir annara stoppa ykkur frá því að gera fist look, ef það er að kalla til ykkar. Gerið það!!
Myndir eftir: Iceland elopement photography
留言