Bestur brúðkaupskökurnar!
- Alina Vilhjálmsdóttir
- Apr 8
- 2 min read

Brúðartertan er oft eins og punkturinn yfir i-ið á brúðkaupsdaginn – ekki bara sætur endir á kvöldinu heldur líka mikilvægur hluti af heildarupplifuninni. Hér eru mínir uppáhalds kökustaðir fyrir þá sem vilja einstaka, fallega og bragðgóða brúðartertu.
Sandhold
Sandholt er þekkt fyrir gæðin og það gildir líka um kökurnar þeirra. Ef þú vilt tertu með dýpt, flóknum bragðsamsetningum og ómótstæðilega mjúku kremi, þá er þetta staðurinn. Klassískur en samt nútímalegur stíll sem gerir tertuna að sannkölluðum lúxus.
17 Sortir
Það er enginn sem gerir tertuskreytingar eins og 17 Sortir. Hver kaka er listaverk, hvort sem þú vilt klassíska hvíta brúðartertu eða eitthvað alveg einstakt og persónulegt. Uppsetningin á brúðartertunum þeirra er alltaf óaðfinnanleg og tekur borðskreytingarnar á næsta stig.
Rósa bakar
Rósa bakar með ástríðu og það sést á hverri einustu köku sem hún skapar. Þær eru sérhannaðar með smekklegum litum, fallegum blómum og einstökum skreytingum sem passa fullkomlega við hvaða brúðkaup sem er. Ef þig langar í tertu sem lítur út eins og hún hafi verið gerð sérstaklega fyrir þig (af því hún var það), þá er Rósa þinn bakari.
https://www.instagram.com/rosa_bakar/
Kaka frá Baunini úr brúðkaupinu mínu Baunin
Ef þú heldur að vegan kökur séu eitthvað málamiðlun, þá hefurðu ekki smakkað kökurnar frá Bauninni. Þær eru silkimjúkar, fullar af bragði og ótrúlega vel skreyttar. Hvort sem þú ert vegan eða ekki, þá verða þessar tertur að fara á listann þinn. Ég var með þessa á deginun mínum og engin var að pæla í því að hún var vegan og hún sló í gegn.
Gulli Arnar
Gulli Arnar er snillingur í eldhúsinu og já, hann gerir líka brúðartertur. Ef þú ert að leita að eitthvað algerlega einstakt, með ómótstæðilegu bragði og fagmannlegri útfærslu, þá er þetta bakarinn þinn.
Hvaða tertu sem þú velur, þá mun ein af þessum snillingum tryggja að brúðartertan þín verði jafn ógleymanleg og dagurinn sjálfur.Ekki gleyma að pinna þetta svo þú týnir þessu ekki.

Ef ykkur vantar fleiri ráð og skjöl fyrir skipulagið erum við með vefverslun þar sem við erum að deila með ykkur öllum skipulagsleyndarmálum og skjölum sem við höfum fullkomnað í gegnum árin. "Ég vildi að allir myndu nota þessi skjöl" er einhvað sem við heyrum oft frá söluaðilum. Skoðaðu það HÉR

Comments