top of page

Allt um kampavínsturna!

Það er mjög vinsælt að hella saman í kampavínsturn á brúðkaupsdaginn sinn og ég er algjörlega here for it. Ég elska kampavínsturna og opin kamvavínsglös, þau eru bara eitthvað svo elegant og minna mann á 1920 tímabilið og glamúrinn sem fylgi honum. Mig langaði að gefa þér allar upplýsingarnar sem þú þarft til að setja saman þinn eigin turn, eins og hversu mörg glös þú þarft og hvenær er best að hella í turninn.



Það fyrsta sem þú þarft að vita er að kampvaínsturn er alls ekki practical en hann er kúl. Það sem ég meina með því er að þegar þið hellið kampavíninu yfir turninn mun það aldrei ná í öll glösin og þau efstu munu vera stút full. Það sem fólk hefur verið að gera er þegar brúðhjónin koma inn þá er turninn settur upp og þau hella yfir hann til merkis um það að veislan er hafinn og þetta er meira svona mynda móment heldur en að fólk sé actually að fá sér freiðivínsglas úr turninum. Ef þú ert að spá hvort að það sé ekki wastefull þá er svarið já algjörlega, en það sem þið getið gert er byðja þjónana um að hella í neðstu glösin áður en þið komið svo að það sé nú þegar smá freiðivín í þeim og þegar þið eruð búin að hella yfir þá er hægt að fá sér glas. Það er líka hægt að gera turninn minni svo að minna fari til spyllis eða sleppa því að hella yfir hann saman og láta þjónana fylla á hann og leyfa gestunum að fá sér.


Hverskonar glös þurfið þið?

Það er ekki hægt að gera svona turn með löngum kamvaínsglösum heldur þarf maður svona "coupe" glös sem eru opin og breið. Stundum eru salir með svona glös og eru þau t.d oft notuð í Expresso martini en ef ekki þá fást þannig glös í Ikea eða þú getur leigt 2 mismundi tegundir af mér og sleppt því að pæla í hvað þú átt að gera við öll þessi glös eftir brúðkaupið. Þú getur skoðað leiguvörurnar á Facebook síðu minni og fljótlega á síðunni líka.



Hvað þurfið þið mörg glös og freiðivín?

Það fer eftir því hvað þið viljið hafa stóran turn en það fyrsta sem þið þurfið að vita er að turninn verður ferkanaður ekki hringlaga. Maður raðar glösum í 1x1, þannig að ef þið viljið vera með turn sem er 4 hæða sem er mjög algengt þá myndu þið byrja á að setja 4x4 glös og svo 3x3, síða 2x2 og 1 ofan á eða 30 glös. Passið að glösin séu þétt saman og að fóturinn fari á milli glasan og sé stabíll. Hér að neðan er þæginlegt niðurbort á fjölda miðað við hæð.


3 hæða þurn = 14 glös

4 hæða þurn = 30 glsös

5 hæða turn = 55 glös

6 hæða turn = 91 glös


Hér er svo margföldun á hæðunum fyrir þá sem sökka í því eins og ég.

2x2 = 4

3x3 = 9

4x4 = 16

5x5 = 25

6x6 = 36

7x7 = 49

8x8 = 64


Það er miðað við að ein freiðvínsflaska fylli um 5 glös ef þú ætlar þér að actually fylla öll glösinn. Ef það er ekki planið þá mæli ég með að hella einni flösku saman eða vera með eina á mann og hella á sama tíma. Ekki gleyma að hafa gaman að þessu og vera með mikil læti.


Myndir eftir Hildur Erla - https://www.hildurerla.com/






Comentários


bottom of page