
BÓKAÐU PLANARA SVO ÞAÐ EINA SEM
STENDUR UUPÚR ER HVERSU FRÁBÆR
OG FALLEGUR DAGUR ÞETTA VAR.
BRÚÐKAUPSPLANARI
Í LEIT AÐ PARI SEM
ER EXTRA AF

Hvað er Og Smáatriðin?
ERTU TILBÚIN
Í TÖFRANDI
BRÚÐKAUPSDAG?
Brúðkaupið ykkar er einstakt, og hjá Og Smáatriðin tryggjum við að hver einasti þáttur þess endurspegli ástarsöguna ykkar með glæsileika og rómantík. Við sérhæfum okkur í heildstæðri brúðkaupsþjónustu, þar sem hvert smáatriði er hugsað af alúð, allt frá fyrstu hugmyndinni til fullkomlega útfærðrar hönnunar á ykkar stóra degi.
Við sjáum um allt. Við bókum salinn, vinnum með bestu þjónustuaðilum landsins, veitum ykkur faglega ráðgjöf, skipuleggjum hvern einasta þátt og hönnum skreytingar sem umbreyta rýminu í sannkallaðan töfraveröld. Á meðan við vinnum hörðum höndum að því að skapa fullkomna umgjörð fyrir ástina ykkar, getið þið notið þess að upplifa þetta einstaka tímabil í lífinu í fullkomnu jafnvægi, áhyggjulaus og örugg í þeirri vitneskju að allt verður eins og þið dreymduð um, eða jafnvel enn fallegra.
Við trúum því að brúðkaup eigi ekki bara að vera falleg, þau eigi að vera töfrandi. Leyfið okkur að sjá um öll smáatriðin, svo þið getið einbeitt ykkur að því sem skiptir mestu máli, ástinni ykkar.
Ef þú vilt vita meira og kynnast aðeins betur ýttu á takkann hér að neðan til að læra meira um okkur og hvað við gerum.
Þjónustan og pakkarnir
Þjónustan okkar
01
Brúðkaupsskipulag
Fyrir parið sem vill fá planara til að skipuleggja stórkostlegt, hrífandi og ógleymanlegt brúðkaup, sem sparar ekki eitt einasta smáatriði. Þar sem allt er innifalið, skipulag, skreytingar og stjórnun á deginum.
02
Brúðkaupsstjórnun
Ef þið og ykkar nánustu viljið njóta afraksturs skipulagsins og vera viss um að ná að slappa af, á og í aðdraganda stóra dagsins þá er þessi pakki ómissanlegur. Við munum sjá til þess að allt sem þið hafið planað verði skothelt
03
Brúðkaupshönnun
Fáðu meira en bara skreytingarþjónustu, heldur hönnun á upplifun gestanna frá A til Ö. Við sjáum um að hanna, skipuleggja og skreyta allt sem kemur að útliti dagsins ykkar og gerum hann draumi líkast.
Hvernig virkar þetta...
FERLIÐ OKKAR
01.
Upphafsfundur
Ókeypis ráðgjöf fyrir ykkur til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það verður að vinna saman. Við munum spjalla um drauma ykkar og framtíðarsýn og hvernig við getum látið þetta allt ganga upp.
02.
Segðu já!
Jess! Við munum ganga frá innborgun ykkar og skrifa undir samninginn til að tryggja bókunina og taka daginn ykkar frá. Þið fyllið svo út spurningalista sem mun hjálpa mér að skipuleggja næstu skref.
03.
Plönum allt
Það fer eftir því hvaða pakka þið ákveðið að taka en næstu skref gætu verið að finna allt sem þið þurfið, láta ykkur fá öll skipulagsskjöl sem þið þurfið, skoða salinn og hanna lúkk brúðkaupsdagsins.
04.
Stóri dagurinn!
Eftir því hvort þið bókuðuð mig á deginum eða ekki sé ég alltaf til þess að allir söluaðilarnir viti hvert og hvenær þeir eigi að mæta og kem svo sjálf ef þið þess óskið til að vera viss um að tímalínan haldi sér og slökkva alla elda.